12.11.2008 | 21:07
Ef við verðum knúin til að greiða, þurfa kröfuhafar að samþykkja fyrirvara um endurskoðun í samræmi við dómsniðurstöðu.
Niðurstaða málaferla geta tekið óralangan tíma, og við eigum varla efni á því að bíða öllu lengur eftir að losni um lánafyrirgreiðslu erlendis.
Það getur því orðið nauðsynlegt að semja með samþykki kröfuhafa um endurskoðun í ljósi niðurstöðu málaferla.
Ef kröfuhafar vilja ekki gefa slikt samþykki og fallist heldur ekki á að fara með málið fyrir dómstóla, þýðir það einfaldlega að þeir séu hræddir um að þeir eigi ekki nogu gott mál.
Þá er ekki hægt að skilja þetta á annan veg enn að markmið þeirra sé að svifta Ísland sjálfstæði.
Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Glöggt er gests auga
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ef thid erud ad tala um tvenn eda threnn fjárlög Islendinga thá er thetta ca 1200 milljadar. vá thá hljóta ad vera eignir eda peningar eihverstadar. En thad tóku allir thátt í ad vera ríkur, úr fjarlægd nagadi ég mig í hadarbagid ad vera ekki med, sjá alla mína landa verda ofur ryka,og ég med mínar skitnu 18000 útborgad (búinn ad borga minn skatt) gvud hvad ég övundadi ykkur, med thessa fínu jeppa í hladinu, Bang og Olefsen í stofunni, hvad vorud thid ad hugsa?Thad reddast. Dvíd og Geir verda ad finna peninga og eignir NÙNA.
Sproti (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:24
Þetta er mjög góð áminning og tillaga frá þér, Mats Wibe Lund: skrifum einungis undir með fyrirvara! Hvað sem Bretar og Hollendingar segja við því, þá getur IMF og þau ríki sem fús eru til að lána okkur ekki verið þekkt fyrir að krefja okkur um að skrifa undir án þessa skilmála.
Það þarf að fá það á hreint, hverjar séu raunverulega skuldbindingar okkar og skyldur, og gefa ekki þessum harðvítugu, erlendu ríkisstjórnum sjálfdæmi um að fá að beygja okkar saklausu þjóð niður á knén, ef ekki í duftið.
Sé það ennfremur rétt, sem sumir telja, að skyldur okkar takmarkist við það eitt sem fjármagnsforðinn í Tryggingasjóði innistæðureikninga nægir fyrir, án frekari ríkisábyrgðar, þá er það einfaldlega sú eina skuldbinding, sem við höfum gagnvart Icesave-reikningshöfum í þessum löndum, og það sama mun þá eiga við um Kaupthing-Edge-reikningshafa í Þýzkalandi, Svíþjóð og víðar.
Og það sem meira er: Slík takmörkuð skuldbinding er þá sú, sem stjórnvöld í nefndum löndum áttu þegar í upphafi og allan tímann að vita, að var sú eina, sem Íslendingar tóku á sig með rekstri þessarar Icesave-starfsemi, og þau stjórnvöld verða þá einfaldlega að taka það á eigin herðar að bæta innistæðueigendum í þeim löndum upp tap þeirra, enda hvílir þá sú siðferðisskylda á þeim vegna þeirra eigin vanrækslu að:
- hafa ekki gengið tryggilegar frá ábyrgðum vegna reikninganna – eða:
- varað eigin borgara, fyrirtæki, sveitarfélög o.s.frv. við því að leggja inn í þessa áhættureikninga – eða:
- hreinlega bannað þessa bankastarfsemi með einhverjum hætti. Það var ekki gert, heldur hvöttu jafnvel stjórnvöld víða til þess, að menn legðu þar inn, eða gáfu grænt ljós á það, þegar spurt var, hvort slíkt væri óhætt.
Hömrum á þessari góðu tillögu þinni við stjórnvöld, Mats. Með góðri kveðju,Jón Valur Jensson, 13.11.2008 kl. 00:43
Góð tillaga!
Valsól (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:27
Sproti, það tóku ekki allir þátt í þessu góðæri og margir sem vissu ekkert hvað Davíð var að þvaðra þegar hann minntist á góðærið. Það var aðeins fólk sem var með yfir 500 þúsund á mánuði sem tók þátt, hinir horðu á undrandi.
Valsól (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.