Björgunarsveitirnar eiga greiðslu skilið fyrir vel unnin störf

Það er löngu komin timi til að skylt verði  að greiða björgunarsveitunum fyrir veitta aðstoð utan þjóðvegarkerfis.

Í Grænlandi verða menn að framvísa tryggingu áður enn lagt er af stað.

Það sama ætti að gilda hér á landi jafnt fyrir heimamenn eins og útlendingar. Það gæti varla verið stórmál að koma slikt fyrirkomulag í gagnið.

Mergur málsins er að það er ekki endalaust hægt að ætlast til að björgunarsveitirnar sinni sinum störfum endurgjaldslaust.

Þeir eiga þakkar skilið fyrir dugnað og eljusemi, en það verði að sýna þeim það í verki.


mbl.is Við erum mjög þakklátir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað á að láta svona " slóða " borga !

Annað er ekki sanngjarnt .

Kristín (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 18:24

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þessi umræða kemur upp á nokkurra mánaða fresti og niðurstaða þeirra sem málið snýr helst að - þ.e. sveitanna sjálfra, hefur fram til þessa alltaf verið sú sama - að ekki skuli rukkað fyrir björgun.

Haraldur Rafn Ingvason, 11.4.2010 kl. 18:48

3 Smámynd: Reputo

Þeir mundu þá væntanlega lækka flugeldaverðið sitt og afþakka sinn skerf af fjárlögum ríkisins í staðinn, er það ekki annars?

Reputo, 11.4.2010 kl. 20:27

4 identicon

Það myndi gerast það nákvæmlega sama og þegar við þyrftum helst að kalla til iðnaðarmann ef eitthvað bilar hjá okkur. Við tímum því ekki og bíðum því í lengstu lög til að sjál til, og síðan þegar allt er komið í óefni, þá köllum við fagmanninn til. Kannski of seint.

Ég er fyrrum björgunarsveitarmaður og sá ekki eftir því að þurfa að aðstoða fólk í vandræðum. Til þess var ég í björgunarsveit og það var mín hugsjón. Fólk komst oftast í vandræði af því að það var ekki með hlutina alveg á hreinu. Þannig var það og þannig verður það áfram. Hins vegar er fólki ekki bannað að skjóta einhverju að björgunarsveit sem aðstoðar það.

Guðmundur (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Glöggt er gests auga

Höfundur

Mats Wibe Lund
Mats Wibe Lund
Vil láta gott af mér leiða
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband